Maignan orðaður við Chelsea á ný - West Ham lítur í kringum sig eftir nýjum stjóra - Ensk stórlið vilja Bremer
   mán 22. september 2025 13:30
Kári Snorrason
Lykilmaður Vestra var borinn af velli - „Minna en við héldum í fyrstu“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fatai Gbadamosi var borinn af velli í leik Vestra og ÍA á laugardag. Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, segir í samtali við Fótbolti.net að meiðslin séu ekki eins slæm og líkt og virtist í fyrstu.

„Það er stutt síðan að þetta gerðist. Við höfum ekki enn fengið niðurstöðu en það útskýrist á næstu dögum. Grunur okkar er að þetta sé minna en við héldum í fyrstu.“

„Við héldum í fyrstu að þetta væri eitthvað mjög slæmt í hné. Miðað við öll próf sem hann hefur farið í fram að þessu virðist staðan ekki vera svoleiðis. Það er samt óljóst hvert framhaldið verður en það kemur vonandi í ljós í vikunni,“ segir Davíð Smári.

Fatai hefur verið máttarstólpur í liði Vestra og spilaði stóra rullu í bikarævintýri félagsins. Nígeríumaðurinn skrifaði nýverið undir nýjan samning til þriggja ára við Vestra.


Athugasemdir