Maignan orðaður við Chelsea á ný - West Ham lítur í kringum sig eftir nýjum stjóra - Ensk stórlið vilja Bremer
banner
   mán 22. september 2025 19:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Scholes: Á erfitt með að samgleðjast Rashford
Mynd: EPA
Marcus Rashford hefur ekki verið inn í myndinni hjá Man Utd síðan Ruben Amorim tók við liðinu en Rashford var ekki mikið með hugann við fótboltann.

Rashford gekk til liðs við Barcelona á láni í sumar en hann var hjá Aston Villa seinni hluta síðasta tímabils.

Paul Scholes, goðsögn hjá Man Utd, var gestur í hlaðvarpsþættinum The Good the Bad and the Football og tjáði sig um Rashford.

„Ég á erfitt með að samgleðjast Rashford. Aðallega út af viðhorfinu hans. Hans viðhorf gagnvart United undir lokin var skammarlegt. Það hversu oft ég sá hann ganga hjá Utd, öll framkoma hans var skammarleg. Að vera seinn,hann kemst ekki upp með það lengi hjá Barca," sagði Scholes en Rashford hefur einmitt fengið að finna fyrir því þar sem hann var bekkjaður um helgina fyrir að mæta of seint á liðsfund.

Rashford hefur byrjað vel hjá Barcelona en hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp tvö í síðustu þremur leikjum. Hann lagði upp síðasta markið á Dani Olmo eftir að hafa komið inn á sem varamaður í 3-0 sigri gegn Getafe í gær.
Athugasemdir