Maignan orðaður við Chelsea á ný - West Ham lítur í kringum sig eftir nýjum stjóra - Ensk stórlið vilja Bremer
   mán 22. september 2025 18:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkasta lið 18. umferðar - Engin miskunn
Sierra Marie Lelii fagnar marki.
Sierra Marie Lelii fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Agla María hefur níu sinnum í sumar verið í liði umferðarinnar.
Agla María hefur níu sinnum í sumar verið í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ashley Brown Orkus hefur reynst mikill happafengur fyrir Fram.
Ashley Brown Orkus hefur reynst mikill happafengur fyrir Fram.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það var partý hjá Breiðabliki er liðið mætti Þór/KA í 18. umferð Bestu deildar kvenna, síðustu umferð fyrir skiptingu deildarinnar. Blikar gerðu sér lítið fyrir með því að skora níu mörk og vinna 9-2 sigur.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fimm og er auðvitað í liði umferðarinnar. Helga Rut Einarsdóttir og Agla María Albertsdóttir eru einnig í liði umferðarinnar en Agla María hefur níu sinnum verið í liði umferðarinnar í sumar. Blikaliðið er í býsna góðum málum þegar deildin skiptist og allar líkur eru á því að Íslandsmeistaratitillinn verði áfram í Kópavogi.

Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson


Fram vann afar kærkominn sigur gegn Val og er komið fjórum stigum frá fallsvæðinu. Ashley Brown Orkus hefur reynst mikill happafengur fyrir Fram og Dominique Bond-Flasza var öflug í vörninni. Óskar Smári Haraldsson er þjálfari umferðinnar en Mackenzie Smith er afar óheppin að komast ekki í liðið þar sem hún var frábær fyrir Fram í leiknum.

Ashley Jordan Clark og Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir áttu góðan leik í þægilegum sigri Víkinga gegn FHL og þá voru Thelma Lóa Hermannsdóttir og Andrea Rán Hauksdóttir sterkar í sigri FH gegn Tindastóli. Thelma Lóa og Andrea Rán hafa komið öflugar inn seinni hluta tímabilsins fyrir FH sem er að berjast um Meistaradeildarsæti.

Sierra Marie Lelii hefur komið frábærlega inn í lið Þróttar eftir erfið meiðsli en hún var maður leiksins í sigri á Stjörnunni. Unnur Dóra Bergsdóttir lék einnig mjög vel.

Hér fyrir neðan má sjá stöðuna í deildinni eins og hún er akkúrat núna.

Fyrri lið umferðarinnar
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 18 16 1 1 77 - 15 +62 49
2.    FH 18 12 2 4 44 - 21 +23 38
3.    Þróttur R. 18 11 3 4 34 - 22 +12 36
4.    Valur 18 8 3 7 30 - 27 +3 27
5.    Víkingur R. 18 8 1 9 40 - 39 +1 25
6.    Stjarnan 18 8 1 9 31 - 36 -5 25
7.    Þór/KA 18 7 0 11 31 - 41 -10 21
8.    Fram 18 7 0 11 24 - 43 -19 21
9.    Tindastóll 18 5 2 11 22 - 44 -22 17
10.    FHL 18 1 1 16 11 - 56 -45 4
Athugasemdir
banner