Enzo Maresca, stjóri Chelsea, segir að Cole Palmer þurfi ekki að fara undir hnífinn vegna nárameiðsla sinna.
„Læknateymið hefur ekkert talað um aðgerð. Ég veit ekki hvenær Palmer kemur aftur, við tökum einn dag í einu og skoðum hvernig þetta þróast," segir Maresca.
Palmer missti af tveimur leikjum í upphafi tímabilsins vegna þessara meiðsla og þurfti að fara af velli í tapinu gegn Manchester United á laugardaginn.
„Læknateymið hefur ekkert talað um aðgerð. Ég veit ekki hvenær Palmer kemur aftur, við tökum einn dag í einu og skoðum hvernig þetta þróast," segir Maresca.
Palmer missti af tveimur leikjum í upphafi tímabilsins vegna þessara meiðsla og þurfti að fara af velli í tapinu gegn Manchester United á laugardaginn.
„Hann reyndi allt sem hann gat á laugardaginn til að spila leikinn. Hann var ágætur en ekki 100%. Hann vildi hjálpa liðinu í leik sem þessum. Því miður fann hann fyrir sársauka og við ákvöðum að taka hann af velli."
Chelsea er að fara að mæta C-deildarliðinu Lincoln í deildabikarnum annað kvöld.
Athugasemdir