Leipzig er með þrjú stig eftir þrjár umferðir í þýsku deildinni eftir tap gegn Frankfurt í dag. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir byrjaði á bekknum hjá Leipzig en hún kom inn á í blálokin.
Fyrri hálfleikurinn var fjörlegur en Frankfurt var með 3-2 forystu þegar flautað var til hálfleiks.
Frankfurt bætti fjórða markinu við og Leipzig náði að klóra í bakkann þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma.
Leipzig lagði Söndru Maríu Jessen og stöllur í Köln í fyrstu umferð en tapaði gegn Glódísi Perlu Viggósdóttir og stöllum í Bayern í 2. umferð en Glódís var ekki með í leiknum vegna meiðsla.
Athugasemdir