Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 22. október 2019 09:18
Magnús Már Einarsson
Carragher biðst afsökunar á bolum sem Liverpool klæddist fyrir Suarez
Suarez og aðrir leikmenn Liverpool í bolnum í upphitun fyrir leikinn árið 2011.  Suarez var degi áður dæmdur í átta leikja bann en það hafði ekki tekið gildi í þessum leik.
Suarez og aðrir leikmenn Liverpool í bolnum í upphitun fyrir leikinn árið 2011. Suarez var degi áður dæmdur í átta leikja bann en það hafði ekki tekið gildi í þessum leik.
Mynd: Getty Images
Patrice Evra og Luis Suarez
Patrice Evra og Luis Suarez
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool, hefur beðið Patrice Evra afsökunar á bolum sem leikmenn liðsins klæddust í upphitun fyrir leik gegn Wigan árið 2011.

Leikmenn Liverpool klæddust bolunum degi eftir að Luis Suarez framherji liðsins var dæmdur í átta mánaða bann fyrir kynþáttafordóma í garð Evra í leik gegn Manchester United. Carragher og Evra voru saman í stúdíó hjá Sky Sports í gær og þar var þetta mál meðal annars rætt.

„Það er engin vafi á að við gerðum risastór mistök. Það er augljóst," sagði Carragher í gær en hann segist fyrst hafa heyrt af bolunum síðdegis fyrir leikinn gegn Wigan.

„Ég er ekki viss um hver var á bakvið þetta. Þið nefnið stjórann en ég held að Kenny (Dalglish) hafi ekki haft neitt með þetta að gera. Þetta voru leikmennirnir sem voru nánir Luis í búningsklefanum og vildu sýna félaga og vin stuðning."

„Mig sem einstakling skorti mögulega hugrekkið til að segja að ég myndi ekki klæðast bolnum. Þegar hópurinn ákvað þetta...verð ég að horfa á sjálfan mig. Ég hafði ekki hugrekkið."

„Kannski á það sama við um aðra. Ég held ekki að allir hjá Liverpool hafi verið á því að það sem við gerðum væri rétt. Sem fjölskylda og fótboltafélag eru þín fyrstu viðbrögð, sama hvað einhver gerir, að sýna stuðning þó að viðkomandi hafi gert eitthvað rangt. Það var rangt af okkur. Þetta voru fyrstu viðbrögð. Ég biðst afsökunar. Þetta var algjörlega rangt af okkur."


Evra segist hafa verið hissa þegar hann sá leikmenn Liverpool klæðast bolunum. „Þegar ég sá þetta þá hugsaði ég að þetta væri fáránlegt. Þetta var ótrúlegt," sagði Evra. „Þú setur félagið þitt í hættu með því að gera svona hluti. Þú þarft alltaf að styðja leikmann af því að hann er í liðinu en þetta var eftir að hann var settur í bann. Ef þetta hefði verið á undan því og hann væri að bíða eftir dómi þá hefði ég skilið þetta. Hvaða skilaboð sendir þetta út í heiminn? Að styðja einhvern sem er settur í bann fyrir kynþáttafordóma."
Athugasemdir
banner
banner
banner