Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar, er reiður yfir því að búið sé að hætta við að leikur Barcelona og Villarreal í La Liga fari fram í Bandaríkjunum. Það hafði verið samþykkt að leikurinn yrði spilaðir á Hard Rock leikvangnum í Miami þann 20. desember.
Eftir mótmæli leikmanna var ákveðið að hætta við þessar áætlanir. Leikmenn í efstu deild mótmæltu með því að neita að hreyfa sig fyrstu fimmtán sekúndurnar í leikjum síðustu helgar.
Eftir mótmæli leikmanna var ákveðið að hætta við þessar áætlanir. Leikmenn í efstu deild mótmæltu með því að neita að hreyfa sig fyrstu fimmtán sekúndurnar í leikjum síðustu helgar.
„Spænski boltinn er að missa af tækifæri til að sækja fram á við, sýna sig á heimsvísu og styrkja framtíð sína. Að tala um hefðir er bara þröngsýni," segir Tebas og segir mikilvægt að standa vörð um samkeppnishæfni og vinsældir spænska boltans.
Tebas segir að spænski boltinn eigi það skilið að horft til sé framtíðar með metnaði en ekki ótta og að áfram verði reynt að spila leiki í deildinni erlendis.
Í febrúar er áætlað að leikur AC Milan og Como í ítölsku A-deildinni verði spilaður í Perth í Ástralíu en það yrði þá fyrsti deildarleikur í Evrópu sem spilaður er erlendis.
Athugasemdir