Sandro Tonali, miðjumaður Newcastle United, skrifaði undir nýjan samning á meðan hann var í banni vegna brota á veðmálareglum. Hann er nú bundinn félaginu til 2030.
Tonali skrifaði upphaflega undir fimm ára samning eftir að hafa verið keyptur frá AC Milan fyrir 55 milljónir punda frá AC Milan í júlí 2023.
Tonali skrifaði upphaflega undir fimm ára samning eftir að hafa verið keyptur frá AC Milan fyrir 55 milljónir punda frá AC Milan í júlí 2023.
Í október 2023 var ítalski landsliðsmaðurinn dæmdur í tíu mánaða bann fyrir að veðja á leiki. Newcastle sýndi honum stuðning og leikmaðurinn ákvað að endurgjalda það með því að framlengja.
„Líkamlegt atgervi hans er eitt af því sem fær hann til að skara fram úr. Hann er leikmaður sem gerir gæfumun fyrir okkur. Svo ofan á það kemur tæknileg geta og leikskilningur. Það gerir hann að virkulega góðum miðjumanni," segir Eddie Howe, stjóri Newcastle.
Samningur Tonali er reyndar til 2029, en Newcastle er með ákvæði um að geta framlengt til 2030.
Athugasemdir