Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
   þri 21. október 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vill að Slot hagi sér eins og ef hann væri hjá Real Madrid
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fótboltaspekingurinn vinsæli Jamie Carragher vill að Arne Slot þjálfari Liverpool breyti til taktískt hjá sér til að auðvelda aðlögunarferli nýju leikmannanna.

Hann vill að Slot hagi sér meira eins og ef hann væri þjálfari hjá Real Madrid, sem er uppfullt af stórstjörnum.

„Liverpool keypti inn mikið af leikmönnum og það hefur reynst vandamál fyrir þjálfarann. Þegar þú eyðir svona mikið í nýja leikmenn þá verðuru að láta það ganga upp, þú verður að finna leiðir til að ná því besta úr leikmönnum og láta þá passa inn í liðið," sagði Carragher í útsendingu hjá Sky Sports.

„Sú hugmynd að Florian Wirtz mun ekki komast í byrjunarliðið hjá Liverpool er fáránleg. Þjálfarinn verður að finna leið til að láta þetta virka, þetta lætur mig hugsa til Real Madrid. Sumarið sem Liverpool átti á leikmannamarkaðinum minnti mikið á Real Madrid, Liverpool hagaði sér ekki eins og það hefur gert í fortíðinni. Félagið keypti bestu leikmennina á markaðnum fyrir mesta peninginn, svipað og Real Madrid gerði áður fyrr.

„Alexander Isak og Florian Wirtz voru líklegast bestu leikmenn í heimi í sínum stöðum sem voru fáanlegir í sumar. Liverpool borgaði mikinn pening fyrir þessa leikmenn, alveg eins og Real Madrid hefur stundað í fortíðinni. Svo þurftu þjálfarar eins og Vicente del Bosque eða Carlo Ancelotti að finna leiðir til að láta þá passa inn í liðið. Það er nákvæmlega það sem Arne Slot þarf að gera.

„Þetta er búið að vera Real Madrid-sumar hjá Liverpool á leikmannamarkaðinum og núna þarf þjálfarinn að haga sér eins og ef hann væri hjá Real Madrid. Slot þarf að finna leiðir til að láta þetta ganga upp án þess endilega að neyða leikmenn til að passa inn í sitt leikkerfi."


Liverpool tapaði óvænt á heimavelli gegn Manchester United um helgina og var það fjórða tap liðsins í röð í öllum keppnum. Englandsmeistararnir byrjuðu tímabilið vel og unnu fyrstu sjö keppnisleikina sína eftir Samfélagsskjöldinn, þó þeir hafi oft á tíðum verið ósannfærandi í sigrum sínum.

Liðið heimsækir Eintracht Frankfurt og Brentford á næstu dögum áður en þrír heimaleikir taka við gegn Crystal Palace, Aston Villa og Real Madrid.

   19.10.2025 19:50
Slot: Áhyggjuefni þegar þú tapar fjórum leikjum í röð

Athugasemdir
banner
banner