„Það er í raun og veru mjög góð spurning: Hvað hefur Ólafur Ingi gert til að vera eftirsóttur af stærstu félögum á Íslandi?" segir Valur Gunnarsson, sérfræðingur Fótbolta.net, í Innkastinu.
Ólafur Ingi Skúlason lét af störfum með U21 landsliðinu þegar hann var ráðinn þjálfari Breiðabliks í gær. Valur hafði sýnt honum áhuga og þá hafði hann einnig verið orðaður við FH.
U21 landsliðið hefur átt brösótta byrjun í riðli sínum og tapaði til dæmis fyrir Færeyjum í fyrsta leik á heimavelli. Í Innkastinu veltu menn því fyrir sér hvað gerði Ólaf svona eftirsóttan bita.
Ólafur Ingi Skúlason lét af störfum með U21 landsliðinu þegar hann var ráðinn þjálfari Breiðabliks í gær. Valur hafði sýnt honum áhuga og þá hafði hann einnig verið orðaður við FH.
U21 landsliðið hefur átt brösótta byrjun í riðli sínum og tapaði til dæmis fyrir Færeyjum í fyrsta leik á heimavelli. Í Innkastinu veltu menn því fyrir sér hvað gerði Ólaf svona eftirsóttan bita.
„Hann á eftir að sanna sig. Þvílík próf sem hann er að fara í næstu daga. Beint í Sambandsdeildina og svo úrslitaleikur gegn Stjörnunni um Evrópusæti á sunnudaginn," segir Elvar Geir Magnússon í þættinum.
„Honum er heldur betur hent út í djúpu laugina," segir Valur.
„Þessi heimur er ekki bara úrslit og hvað þá í U21 landsliðinu. Það fer ágætis saga af honum frá æfingasvæðinu. Þetta er nafn í íslenska boltanum, hann var í teyminu hjá Fylki og það var talað vel um hann."
Breiðablik mætir KuPs frá Finnlandi í Sambandsdeildinni á fimmtudaginn og mun svo leika gegn Stjörnunni í lokaumferð Bestu deildarinnar á sunnudag. Blikar þurfa að vinna þann leik með tveggja marka mun til að ná Evrópusæti.
Athugasemdir