Enzo Fernandez fékk högg á hnéð í landsliðsverkefni með Argentínu og var ekki með Chelsea í 3-0 sigrinum gegn Nottingham Forest um síðustu helgi.
En hann er mættur aftur til æfinga og nafni hans, Enzo Maresca stjóri Chelsea, segir mögulegt að leikmaðurinn byrji gegn Ajax í Meistaradeildinni á morgun.
En hann er mættur aftur til æfinga og nafni hans, Enzo Maresca stjóri Chelsea, segir mögulegt að leikmaðurinn byrji gegn Ajax í Meistaradeildinni á morgun.
Joao Pedro verður ekki með vegna leikbanns. Möguleiki er að Marc Guiu fái tækifæri til að láta ljós sitt skína en hann var kallaður til baka úr stuttri lánsdvöl hjá Sunderland.
„Við treystum Marc. Við treystum honum í fyrra, hann var að spila í Sambandsdeildinni og fékk leiki í úrvalsdeildinni. Hann er aftur með okkur og hann mun klárlega fá leiki," segir Maresca.
Það er stutt í endurkomu sóknarmannsins Liam Delap sem spilaði síðast í lok ágúst. Maresca segist vonast til að fá Delap aftur til æfinga á næstu dögum.
Athugasemdir