Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
   þri 21. október 2025 23:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gordon: Við elskum Pope
Mynd: EPA
Nick Pope, markvörður Newcastle, lagði upp annað mark liðsins í 3-0 sigri gegn Benfica í Meistaradeildinni í kvöld.

Pope kastaði boltanum um sextíu metra fram á Harvey Barnes sem fékk nægan tíma til að koma sér í góða stöðu og skoraði.

„Ég get ekki tekið kredit fyrir þetta. Við vinnum að ýmsum hlutum með Pope varðandi seendingar og köstin er mikill styrkur hjá honum. Hann er mjög góður markvörður og hann sýndi það í dag," sagði Eddie Howe.

„Við elskum allir Pope. Hann er einn af vinsælustu mönnum í klefanum. Hann er topp maður og topp markvörður. Hann hefur haldið okkur inn í mörgum leikjum á tímabilinu. Sumar vörslurnar hafa verið stórkostlegar," sagði Anthony Gordon.
Athugasemdir
banner