Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
   þri 21. október 2025 15:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Íslendingavaktin 
Daníel Leó, Logi og Eggert valdir í lið umferðarinnar
Daníel Leó Grétarsson.
Daníel Leó Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Íslendingavaktin fjallar um að þrír íslenskir leikmenn í Evrópuboltanum voru valdir í lið umferðarinnar eftir helgina.

Landsliðsvarnarmaðurinn Daníel Leó Grétarsson var valinn í úrvalslið 12. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar eftir trausta frammistöðu í 3-0 sigri Sönderjyske á Fredericia. Sönderjyske er í sjöunda sæti en þetta er í annað sinn sem Daníel er í liði umferðarinnar.

Bakvörðurinn. Logi Tómasson, leikmaður Samsunspor, hefur í annað sinn á leiktíðinni verið valinn í lið umferðarinnar í tyrknesku úrvalsdeildinni eftir sterka frammistöðu í 3-1-sigri á Kayserispor. Logi lék allan leikinn í vinstri bakverði og átti stoðsendingu.

Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður Brann, var valinn í lið umferðarinnar í norsku úrvalsdeildinni hjá fréttastofunni NTB eftir glæsilega frammistöðu í 4-1 sigri á Haugesund. Eggert Aron lék allan leikinn á miðjunni og skoraði tvö af fjórum mörkum Brann en hér má sjá mörkin.




Athugasemdir
banner