„Fínn leikur, skemmtilegur leikur og mikill kraftur í báðum liðum," segir Freyr Sigurðsson, miðjumaður Fram, eftir 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni.
Lestu um leikinn: Fram 1 - 1 Stjarnan
Fram komst yfir í leiknum en Stjarnan jafnaði fimm mínútum síðar jöfnunarmark.
„Það var vissulega svekkjandi. En eftir þetta héldum við bara áfram og reyndum að leita að marki, þeir voru reyndar líka nálægt því að skora. Þetta voru góð úrslit myndi ég segja.
Fram á FH í lokaumferðinni og getur með sigri tryggt fimmta sætið. Fryer segir það vera hvetjandi.
„Algjörlega. Við viljum enda ofar í deildinni og reyna að ná fimmta sætinu.
Freyr, sem er nítján ára gamall, er að eiga gott tímabil á miðjunni hjá Frömurum.
„Ég er mjög ánægður. Það eru nokkur skipti þar sem ég hefði getað nýtt færin betur og skorað en heilt yfir er ég bara mjög ánægður."
Freyr spilar oft og tíðum á miðjunni með tveimur bestu leikmönnum liðsins, Fred og Simon Tibbling.
„Það er ótrúlegur léttir að spila með þeim, þeir eru bara frábærir á boltanum, maður treystir þeim hundrað prósent, þetta er æðislegt.
Athugasemdir