Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
   mán 20. október 2025 23:52
Kjartan Leifur Sigurðsson
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fínn leikur, skemmtilegur leikur og mikill kraftur í báðum liðum," segir Freyr Sigurðsson, miðjumaður Fram, eftir 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  1 Stjarnan

Fram komst yfir í leiknum en Stjarnan jafnaði fimm mínútum síðar jöfnunarmark.

„Það var vissulega svekkjandi. En eftir þetta héldum við bara áfram og reyndum að leita að marki, þeir voru reyndar líka nálægt því að skora. Þetta voru góð úrslit myndi ég segja.

Fram á FH í lokaumferðinni og getur með sigri tryggt fimmta sætið. Fryer segir það vera hvetjandi.

„Algjörlega. Við viljum enda ofar í deildinni og reyna að ná fimmta sætinu.

Freyr, sem er nítján ára gamall, er að eiga gott tímabil á miðjunni hjá Frömurum.

„Ég er mjög ánægður. Það eru nokkur skipti þar sem ég hefði getað nýtt færin betur og skorað en heilt yfir er ég bara mjög ánægður."

Freyr spilar oft og tíðum á miðjunni með tveimur bestu leikmönnum liðsins, Fred og Simon Tibbling.

„Það er ótrúlegur léttir að spila með þeim, þeir eru bara frábærir á boltanum, maður treystir þeim hundrað prósent, þetta er æðislegt.
Athugasemdir
banner