Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
   þri 21. október 2025 14:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svava Rós leggur skóna á hilluna (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svava Rós Guðmundsdóttir birti í dag myndband á Instagram og skrifaði við það Takk fyrir mig Fótbolti.

Fótboltaskórnir eru komnir upp í hillu hjá þessum öfluga sóknarmanni sem verður þrítug í næsta mánuði.

Hún var síðast á mála hjá bandaríska félaginu Gotham. Hún hefur ekkert spilað síðustu tvö árin, glímdi við meiðsli á mjöðm, fór í aðgerð sumarið 2024 og eignaðist svo í ár sitt fyrsta barn.

Svava lék 41 landsleik á ferlinum og skoraði tvö mörk. Hún kom við sögu í öllum leikjum landsliðsins á EM 2022.

Á ferlinum var hún hjá Val, Breiðabliki, Röa, Kristanstad, Bordeaux, Brann, Benfica, Gotham. Hún vann titla hjá Brann og Breiðabliki.


Athugasemdir
banner