Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
   mið 22. október 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Búnir að finna eftirmann Steve Bruce
Mynd: Blackpool FC
Steve Bruce var rekinn á dögunum sem stjóri Blackpool eftir slæma byrjun á tímabilinu.

Liðið leikur í C-deildinni en liðið er á botninum með 9 stig eftir 13 umferðir. Markmiðið er að komast í það minnsta í umspil um sæti í Championship deildinni.

Félagið leitaði til Ian Evatt sem er orðinn nýr stjóri liðsins. Evatt skrifaði undir samning út tímabilið 2028.

Þessi 43 ára gamli þjálfari spilaði með Blackpool frá 2006 til 2013 en hann tekur nú við af Steve Bruce sem stýrði liðinu í rúmt ár.
Athugasemdir
banner