Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
banner
   mið 22. október 2025 11:00
Elvar Geir Magnússon
Horfinn þegar liðið þurfti á honum að halda
Kevin De Bruyne.
Kevin De Bruyne.
Mynd: EPA
Napoli steinlá gegn PSV en lokatölur urðu 6-2. Napoli er ríkjandi ítalskur meistari en liðið er í 3. sæti ítölsku deildarinnar sem stendur, stigi á eftir toppliði Milan. Liðið er aðeins með þrjú stig eftir þrjár umferðir í Meistaradeildinni.

Ítalskir fjölmiðlar veita engan afslátt í gagnrýni sinni á Ítalíumeisturunum. Einn af þeim sem fær að heyra það er Kevin De Bruyne sem kom frá Manchester City í sumar.

De Bruyne fékk 4,5 í einkunn af 10 mögulegum hjá Corriere dello Sport, sem sagði um frammistöðu hans:

„Það sást mjög lítið til hans, hann var lítið í boltanum og hvarf þegar liðið þurfti á honum að halda. Með þessa reynslu þá ætti hann að vera að bera liðið á öxlunum."

Antonio Conte, stjóri Napoli, sagði eftir tapið í gær að félagið hefði mögulega sótt of marga leikmenn í sumarglugganum; of mikið rót hefði verið á hópnum.

Hér má sjá mörkin úr leiknum frá Vísi:

Stöðutaflan Evrópa Meistaradeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 PSG 3 3 0 0 13 3 +10 9
2 Inter 3 3 0 0 9 0 +9 9
3 Arsenal 3 3 0 0 8 0 +8 9
4 Dortmund 3 2 1 0 12 7 +5 7
5 Man City 3 2 1 0 6 2 +4 7
6 Newcastle 3 2 0 1 8 2 +6 6
7 Bayern 2 2 0 0 8 2 +6 6
8 Real Madrid 2 2 0 0 7 1 +6 6
9 Barcelona 3 2 0 1 9 4 +5 6
10 Qarabag 2 2 0 0 5 2 +3 6
11 PSV 3 1 1 1 8 6 +2 4
12 Tottenham 2 1 1 0 3 2 +1 4
13 Marseille 2 1 0 1 5 2 +3 3
14 Club Brugge 2 1 0 1 5 3 +2 3
15 Sporting 2 1 0 1 5 3 +2 3
16 Eintracht Frankfurt 2 1 0 1 6 6 0 3
17 Liverpool 2 1 0 1 3 3 0 3
18 Atletico Madrid 3 1 0 2 7 8 -1 3
19 Chelsea 2 1 0 1 2 3 -1 3
20 Atalanta 2 1 0 1 2 5 -3 3
21 Galatasaray 2 1 0 1 2 5 -3 3
22 Napoli 3 1 0 2 4 9 -5 3
23 St. Gilloise 3 1 0 2 3 9 -6 3
24 Juventus 2 0 2 0 6 6 0 2
25 Bodö/Glimt 2 0 2 0 4 4 0 2
26 Pafos FC 3 0 2 1 1 5 -4 2
27 Leverkusen 3 0 2 1 5 10 -5 2
28 Mónakó 2 0 1 1 3 6 -3 1
29 Villarreal 3 0 1 2 2 5 -3 1
30 Slavia Prag 2 0 1 1 2 5 -3 1
31 FCK 3 0 1 2 4 8 -4 1
32 Olympiakos 3 0 1 2 1 8 -7 1
33 Kairat 3 0 1 2 1 9 -8 1
34 Benfica 3 0 0 3 2 7 -5 0
35 Athletic 2 0 0 2 1 6 -5 0
36 Ajax 2 0 0 2 0 6 -6 0
Athugasemdir
banner