Það var markaregn í Meistaradeildinni í gær og alls 43 mörk skoruð. Að auki voru fimm rauð spjöld gefin og sex vítaspyrnur dæmdar.
Ríkjandi Evrópumeistarar Paris St-Germain skoruðu sjö mörk gegn Leverkusen í leik sem endaði 2-7 og PSV Eindhoven fór hamförum og vann 6-2 gegn Ítalíumeisturum Napoli.
Aðeins tvisvar hafa fleiri mörk verið skoruð á einu Meistaradeildarkvöldi en met var sett í lokaumferð deildakeppninnar í fyrra þar sem skoruð voru 64 mörk. Þá voru allir 18 leikirnir hinsvegar spilaðir á sama tíma svo meðaltal marka á leik var lægra.
Ríkjandi Evrópumeistarar Paris St-Germain skoruðu sjö mörk gegn Leverkusen í leik sem endaði 2-7 og PSV Eindhoven fór hamförum og vann 6-2 gegn Ítalíumeisturum Napoli.
Aðeins tvisvar hafa fleiri mörk verið skoruð á einu Meistaradeildarkvöldi en met var sett í lokaumferð deildakeppninnar í fyrra þar sem skoruð voru 64 mörk. Þá voru allir 18 leikirnir hinsvegar spilaðir á sama tíma svo meðaltal marka á leik var lægra.
Íslendingur meðal markaskorara
Mörkin 43 í Meistaradeildinni í gær voru skoruð af leikmönnum af 20 þjóðernum, þar á meðal var ungstirnið Viktor Bjarki Daðason sem skoraði fyrir FC Kaupmannahöfn gegn Borussia Dortmund.
Spænskir leikmenn skoruðu flest mörk eða sex talsins, þar af kom þrenna frá Fermín López hjá Barcelona.
Þrír enskir leikmenn skoruðu; Marcus Rashford í Barcelona og Harvey Barnes í Newcastle skoruðu tvö mörk hvor og Anthony Gordon komst einnig á blað fyrir Newcastle.
Mörk eftir þjóðernum í Meistaradeildinni í gær:
6 mörk - Spánn
5 - England
4 - Portúgal
3 - Frakkland og Marokkó
2 - Brasilía, Þýskaland, Rúmenía, Skotland, Svíþjóð
1 - Ísland, Alsír, Argentína, Ekvadór, Georgía, Ítalía, Holland, Noregur, Tyrkland og Bandaríkin.
Athugasemdir