Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
   þri 21. október 2025 23:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tap hjá Helga Fróða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Fróði Ingason byrjaði á bekknum þegar Helmond tapaði 1-0 gegn Den Bosch í næst efstu deild í Hollandi í kvöld.

Hann kom inn á undir blálokin en hann hefur aðeins spilað fimm mínútur samtals í síðustu tveimur leikjum.

Helmond er í 9. sæti meeð 16 stig eftir 12 umferðir.

Óttar Magnús Karlsson var ónotaður varamaður þegar Renate gerði 1-1 jafntefli gegn U23 liði Inter. Renate er í 6. sæti í ítölsku C-deildinni með 13 stig eftir tíu umferðir.
Athugasemdir
banner
banner