Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
banner
   mið 22. október 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Conte eftir stórt tap: Þetta verður erfitt ár
Mynd: EPA
Napoli hefur tapað tveimur leikjum í röð. Liðið tapaði gegn Torino í ítölsku deildinni um helgina og gegn PSV í Meistaradeildinni i gær.

Liðið steinlá gegn PSV en lokatölur urðu 6-2. Napoli er ríkjandi ítalskur meistari en liðið er í 3. sæti ítölsku deildarirnnar sem stendur, stigi á eftir toppliði Milan. Liðið er aðeins með þrjú stig eftir þrjár umferðir í Meistaradeildinni.

„Ég er svekktur. Svona gerist og það er ekki tilviljun. Við verðum að snúa þessari þróun við. Við unnum deildina í fyrra þar sem leikmenn gerðu allt sem þeir gátu, það var eining í liðinu. Níu nýir leikmenn eru of margir, við urðum að gera það. Það er ekki auðvelt að koma með níu leikmenn inn í klefann," sagði Antonio Conte, stjóri Napoli.

„Þetta er getustigið, Meistaradeildin færir manni þetta getustig. VIð getum lítið sagt og verðum að leggja hart að okkur, jafn vel þótt það verði erfiðisvinna, það mun taka á. Þetta ár verður erfitt. Við megum ekki örvænta."
Athugasemdir
banner