Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
   mið 22. október 2025 16:30
Elvar Geir Magnússon
„Réttur maður á réttum tíma“
Sean Dyche er fyrrum stjóri Everton og Burnley.
Sean Dyche er fyrrum stjóri Everton og Burnley.
Mynd: Nottingham Forest
Mynd: EPA
Nottingham Forest er í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur ekk unnið síðan í fyrstu umferð. Sean Dyche er tekinn við stjórnartaumunum og stýrir Forest í fyrsta sinn á morgun, í Evrópudeildarleik gegn Porto.

Paul Robinson, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, segir að Dyche sé réttur maður á réttum stað.

Dyche tekur við stjórnartaumunum af Ange Postecoglou og er þriðji stjóri Forest á tímabilinu. Postecoglou entist aðeins 39 daga í starfi eftir að hafa tekið við af Nuno Espirito Santo þann 9. september.

„Sean Dyche er réttur maður á réttum tíma fyrir báða aðila. Þetta hentar honum og Forest vel," segir Robinson, sem lék undir stjórn Dyche hjá Burnley áður en hann lagði hanskana á hilluna 2017.

„Hann er með einstaka hæfileika í að vera stjórinn en samt með klefann á sínu bandi. Hann getur verið enn af gaurunum en samt haldið virðingu og menn gera sér grein fyrir því að hann er stjórinn. Hann er með tök á klefanum en heldur samt ákveðinni fjarlægð."

Spennandi verður að sjá hvort Dyche nái að rétta Forest við en hann er þekktur fyrir að vera ekki að flækja hlutina og gera það sem þarf til að ná úrslitum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
6 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Man Utd 8 4 1 3 11 12 -1 13
10 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
11 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
12 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
13 Brentford 8 3 1 4 11 12 -1 10
14 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
15 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
16 Leeds 8 2 2 4 7 13 -6 8
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 8 1 1 6 6 18 -12 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner
banner