Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
   mán 20. október 2025 23:05
Kjartan Leifur Sigurðsson
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við mjög slakir í fyrri hálfleik en svo fannst mér við koma betur inn í seinni en gefum ekki í að neinu viti fyrr en við jöfnum," segir Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 1-1 jafntefli, gegn Fram.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  1 Stjarnan

Stjarnan hefði tryggt Evrópusæti með sigri, þessi í stað er liðið á leið í úrslitaleik gegn Breiðabliki.

„Mér fannst miðað við hvaða gír við vorum í undir lok leiks að við værum með það hugarfar að við ætluðum að klára þetta, mér fannst við ekki koma þannig inn í byrjum leiks. Hefði verið gaman að sjá okkur siglu þessu en við klárum þetta þá bara heima með fólkinu okkar."

Birnir Snær Ingason var fyrr í dag orðaður við Stjörnuna. Jökull var spurður hvort hann væri á leið í Garðabæinn.

„Ekki svo ég viti. Hann er leikmaður KA og er góður leikmaður. Við höfum ekkert verið í samskiptum við hann."

Eins og áður segir er fram undan úrslitaleikur hjá Stjörnunni gegn Breiðabliki þar sem Evrópusæti er undir.

„Þetta verðu hörkuliður tveggja góðra liða. Þeir verða orkumiklir og vilja sýna sig fyrir nýjum þjálfara. Við þurfum að sækja til sigurs."

Halldór Árnason var látinn fara frá Breiðabliki í dag og Ólafur Ingi Skúlason tók við.

„Hann er búinn að vinna frábært starf á innan við tveimur tímabilum. Per tímabil hefur enginn afrekað meira en hann í íslenskum fótbolta. Hann er góður vinur minn og ég held hann gangi stoltur frá borði."
Athugasemdir
banner
banner