Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
   mán 20. október 2025 23:05
Kjartan Leifur Sigurðsson
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við mjög slakir í fyrri hálfleik en svo fannst mér við koma betur inn í seinni en gefum ekki í að neinu viti fyrr en við jöfnum," segir Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 1-1 jafntefli, gegn Fram.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  1 Stjarnan

Stjarnan hefði tryggt Evrópusæti með sigri, þessi í stað er liðið á leið í úrslitaleik gegn Breiðabliki.

„Mér fannst miðað við hvaða gír við vorum í undir lok leiks að við værum með það hugarfar að við ætluðum að klára þetta, mér fannst við ekki koma þannig inn í byrjum leiks. Hefði verið gaman að sjá okkur siglu þessu en við klárum þetta þá bara heima með fólkinu okkar."

Birnir Snær Ingason var fyrr í dag orðaður við Stjörnuna. Jökull var spurður hvort hann væri á leið í Garðabæinn.

„Ekki svo ég viti. Hann er leikmaður KA og er góður leikmaður. Við höfum ekkert verið í samskiptum við hann."

Eins og áður segir er fram undan úrslitaleikur hjá Stjörnunni gegn Breiðabliki þar sem Evrópusæti er undir.

„Þetta verðu hörkuliður tveggja góðra liða. Þeir verða orkumiklir og vilja sýna sig fyrir nýjum þjálfara. Við þurfum að sækja til sigurs."

Halldór Árnason var látinn fara frá Breiðabliki í dag og Ólafur Ingi Skúlason tók við.

„Hann er búinn að vinna frábært starf á innan við tveimur tímabilum. Per tímabil hefur enginn afrekað meira en hann í íslenskum fótbolta. Hann er góður vinur minn og ég held hann gangi stoltur frá borði."
Athugasemdir
banner