Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
banner
   þri 21. október 2025 09:23
Kári Snorrason
Rúnar: Enginn nema Heimir hefði komið FH í efri hlutann
Heimir Guðjónsson fer frá FH eftir tímabilið.
Heimir Guðjónsson fer frá FH eftir tímabilið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Kristinsson þjálfari Fram lofsöng Heimi Guðjónsson í viðtali eftir leik Fram við Stjörnuna í gær. Fram mætir FH í síðasta leik tímabilsins og lokaleik Heimis með FH. 

Í viðtali við mbl.is eftir leik í gær sagði Rúnar það skrítna tilhugsun að hugsa til þess að það verði einhver annar á hliðarlínunni hjá FH en Heimir á næsta tímabili.


Það er skemmtilegt að mæta vini mínum Heimi í kveðjuleiknum hans hjá FH, sem er reyndar algjör synd. Við munum berjast við þá eins og við höfum gert í ár. Við höfum nú þegar spilað þrisvar við þá í sumar og þetta hafa verið hörkurimmur.“ 

FH er í 5. sæti í deildinni með jafn mörg stig og Fram en FH er með betri markatölu.

„Ég vil leyfa mér að segja að enginn þjálfari á Íslandi hefði komið FH í topp 6 annar en Heimir. Miðað við hvaða leikmenn hann missti, hvaða mannskap hann var með, mikið af ungum leikmönnum, og öll þau meiðsli sem liðið glímdi við í byrjun tímabils.“ 

„Það verður vissulega gaman að mæta þeim og enda tímabilið á baráttu við þá. Vonandi getum við strítt þeim og nælt í fimmta sætið,“ sagði Rúnar að lokum.


Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 26 16 6 4 56 - 31 +25 54
2.    Valur 26 13 6 7 61 - 44 +17 45
3.    Stjarnan 26 12 6 8 48 - 42 +6 42
4.    Breiðablik 26 10 9 7 43 - 40 +3 39
5.    FH 26 8 9 9 46 - 42 +4 33
6.    Fram 26 9 6 11 37 - 37 0 33
Athugasemdir
banner