Undirbúningur Liverpool fyrir Meistaradeildarleikinn gegn Eintracht Frankfurt sem fram fer á morgun hefur ekki gengið vandræðalaust. Fjögurra tíma seinkun var á að flugvél liðsins til Þýskalands færi í loftið.
Brottför átti að vera klukkan 16 að staðartíma en leikmenn biðu lengi inn í sérstöku einkarými á John Lennon flugvellinum í Liverpool þar sem tæknileg vandamál voru varðandi flugvélina.
Brottför átti að vera klukkan 16 að staðartíma en leikmenn biðu lengi inn í sérstöku einkarými á John Lennon flugvellinum í Liverpool þar sem tæknileg vandamál voru varðandi flugvélina.
Þessar tafir gerðu það að verkum að Liverpool þurfti að aflýsa fréttamannafundi í Þýskalandi þar sem stjórinn Arne Slot og leikmaðurinn Dominik Szoboszlai áttu að sitja fyrir svörum.
Það er skylda hjá UEFA að vera með fjölmiðlaviðburð á leikvanginum daginn fyrir leik en ekki er búist við því að Liverpool fái sekt þar sem félagið sjálft bar enga ábyrgð á því að þessar tafir urðu.
Liverpool hefur verið í vandræðum og tapað fjórum leikjum í röð. Miðjumaðurinn Ryan Gravenberch er að glíma við meiðsli og ferðaðist ekki með til Þýskalands.
Athugasemdir