Arsenal hefur beðið Atletico Madrid afsökunar eftir að bilun í heitavatnskerfi á Emirates-leikvanginum varð til þess að spænska liðið þurfti að fara á hótelið sitt til að fara í sturtu eftir æfingu.
Liðin mætast í Meistaradeildinni í kvöld og æfði Atlético á Emirates í gær. Spænski miðillinn Marca greindi frá því að liðið væri verulega ósátt með aðstöðuna en þeir gáfu út formlega kvörtun til UEFA.
Atlético létu gestgjafa sína vita af ástandinu skömmu eftir að æfingin hófst en Lundúnarliðið tókst ekki að laga heita vatnið áður en þeir spænsku luku æfingu.
Arsenal bað starfsfólk Atlético Madrid afsökunar á þeim óþægindum sem þetta olli en líkt og áður sagði voru þeir spænsku ósáttir með aðstöðuna sem boðið var upp á.
Liðin mætast klukkan 19:00 í kvöld, Arsenal hefur unnið báða leiki sína í Meistaradeildinni hingað til en Atlético er með einn sigur eftir tvo leiki.