Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
banner
   mið 22. október 2025 16:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Njarðvík ætlar að ráða þjálfara sem kemur liðinu upp
Lengjudeildin
Njarðvík endaði í 2. sæti Lengjudeildarinnar en markmiðið var að fara upp.
Njarðvík endaði í 2. sæti Lengjudeildarinnar en markmiðið var að fara upp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Smári var látinn fara frá Vestra fyrr í þessum mánuði.
Davíð Smári var látinn fara frá Vestra fyrr í þessum mánuði.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
'Við viljum finna þjálfara sem getur tekið liðið þangað sem við náðum ekki í sumar'
'Við viljum finna þjálfara sem getur tekið liðið þangað sem við náðum ekki í sumar'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar eru þjálfaralausir eftir að samstarfi Njarðvík við Gunnar Heiðar Þorvaldsson lauk.

Njarðvík ætlaði sér upp úr Lengjudeildinni í ár, liðið endaði í 2. sæti og féll svo úr leik í undanúrslitum umspilsins. Njarðvík var lengi vel á toppi deildarinnar og var taplaust í deildinni eftir 17 umferðir. Þá fór að halla undan fæti og þrjú töp í síðustu fimm leikjunum þýddu að liðið missti af toppsætinu.

Davíð Smári Lamude hefur verið sterklega orðaður við Njarðvík en ekki er frágengið að hann verði næsti þjálfari félagsins. Fótbolti.net ræddi við yfirmann fótboltamála hjá Njarðvík, Rafn Markús Vilbergsson, um þjálfaramálin.

„Það sem við ætlum okkur að gera á næsta tímabili er að ná markmiðunum sem sett voru fyrir sumarið 2025, að fara upp um deild. Við erum við á þeim stað núna að við erum á margan hátt í ákveðnum kapli með Bestu deildar þjálfurunum. Við viljum finna þjálfara sem getur tekið liðið þangað sem við náðum ekki í sumar."

„Eins og Davíð Smári kom sjálfur inn á í viðtali fyrir stuttu þá höfum við hitt hann og spjallað mikið við hann. Það er áhugi hjá báðum aðilum þar. Í gær hafði ég sambandi við nokkra mjög flotta þjálfara, aðeins til að kveikja áhuga. Við ætlum að finna þann þjálfara sem hentar okkur og er tilbúinn að koma okkur alla leið."


Samtalið við Davíð Smára er þá þannig að nú sé að fara af stað kapall sem þurfi aðeins að spilast úr?

„Í gruninn er það þannig já, við erum partur af þeim kapli. Við höfum spjallað við nokkra. Það er mikil jákvæðni í kringum Njarðvík, umtalið um Njarðvík er gott og mikill kraftur í starfinu í kringum félagið þar sem menn ætla sér stóra hluti."

„Sumarið var í margan hátt gott, kvennaliðið okkar náði frábærum árangri og mun spila í Bestu deildinni á næsta ári og karlaliðið nálægt því að ná markmiðunum. Það er mikið af flottum þjálfunum lausir eða að losna. Við viljum aðeins sjá hvernig hlutirnir þróast, vanda okkur, viljum ekki ana að neinu og sjá svo eftir því."

„Félagið ætlar sér stóra hluti, félagið er að vinna að því markmiði sem við klikkuðum á í lykilleikjum i ár, sem er að fara upp um deild,"
segir Rabbi.
Athugasemdir