
Nico Paz skoraði og lagði upp í fræknum 2-0 sigri gegn Juventus um helgina. Hann er kominn með 4 mörk og 4 stoðsendingar í 7 fyrstu deildarleikjum tímabilsins.
Spænska stórveldið Real Madrid hefur áhuga að fá fyrrum leikmanninn sinn Nico Paz aftur til baka frá ítalska félaginu Como.
Þegar Real Madrid seldi sóknartengiliðinn til Como fyrir smáræði, um 6 milljónir evra, í fyrrasumar pössuðu stjórnendur sig að hafa endurkaupsákvæði með í samningnum ásamt endursöluákvæði.
Þetta þýðir að Real Madrid hefur sérstakan endurkaupsrétt á leikmanninum og getur keypt hann fyrir svo lítið sem 10 milljónir næsta sumar. Verðmiðinn hækkar upp í 11 milljónir sumarið 2027.
Paz hefur verið besti leikmaður ítölsku deildarinnar á upphafi tímabils eftir að hafa sýnt magnaða takta á síðustu leiktíð. Tottenham er sagt hafa boðið um 70 milljónir fyrir leikmanninn, en Como hafnaði því tilboði. Helmingur upphæðarinnar hefði farið í kassa Real Madrid.
Fabrizio Romano greinir frá þessu en Paz yrði að berjast við menn á borð við Arda Güler og Jude Bellingham um sæti í byrjunarliðinu hjá Real Madrid.
19.10.2025 13:11
Ítalía: Nico Paz allt í öllu er Como vann Juventus
Athugasemdir