Arsenal vann öruggan 4-0 sigur gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni í kvöld. Mikel Arteta var mjög ánægður með liðsframmistöðuna.
„Þetta var erfiður leikur á meðan staðan var markalaus. Eftir fyrsta markið opnuðust þeir svolítið svo það var aðeins auðveldara fyrir okkur að finna svæði. Þetta voru verðskulduð þrjú stig," sagði Arteta.
Viktor Gyökeres skoraði sín fyrstu mörk fyrir Arsenal í Meistaradeildinni en hann skoraði tvennu.
„Ég er himinlifandi fyrir hans hönd. Hann kemur með mikla vinnusemi, hann átti skilið að skora. Við fengum hann til að skora og hann setur miklar kröfur á sjálfan sig. Við metum margt af því sem hann gerir fyrir liðið mikils. Þú sérð hann brosa," sagði Arteta.
„Hann hefur skorað mikið síðustu tvö ár svo vonandi er þetta byrjunin á góðu skriði."
Athugasemdir