Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 23. janúar 2020 21:17
Ívan Guðjón Baldursson
Telur ólíklegt að Rashford spili aftur á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Fréttamaðurinn Ben Dinnery sérfræðir sig í tölfræði meiðsla í ensku úrvalsdeildinni og er hann búinn að gefa sitt álit á meiðslum Marcus Rashford.

Rashford, 22 ára, hefur verið burðarstólpur í sóknarlínu Manchester United á tímabilinu en hefur verið að spila í gegnum bakmeiðsli stóran hluta tímabils.

Bakmeiðslin versnuðu í síðustu viku og þurfti Rashford að fara útaf meiddur eftir 15 mínútur á vellinum gegn Wolves. Í fyrstu var búist við að Rashford yrði frá í nokkrar vikur en nú er verið að tala um nokkra mánuði.

Ben Dinnery telur meiðslin þó alvarlegri heldur en félagið viðurkennir og efast um að Rashford muni spila aftur á tímabilinu.

„Það hafa aðeins 7 úrvalsdeildarleikmenn hlotið sömu meiðsli og Rashford á síðasta áratugi og þeir voru frá í 133 daga að meðaltali," skrifar Dinnery á Twitter. „Í dag eru 142 dagar þar til EM fer af stað."

Því gæti svo farið að enska landsliðið verði án bæði Harry Kane og Rashford á lokakeppni EM.
Athugasemdir
banner
banner
banner