Hólmbert Aron Friðjónsson gekk í raðir Holstein Kiel, sem spilar í þýsku 2. Bundesliga, síðasta sumar en hefur lítið fengið að spreyta sig - meiðsli hafa átt sinn þátt í því.
Hann telur sig vera búinn að ná sér af meiðslum en þarf að komast í leikform og er líklegt að félagið muni senda hann burt á lánssamningi út tímabilið.
Hólmbert Aron hefur meira og minna verið meiddur síðustu 14 mánuði og þarf að fá spiltíma og komast í leikform til að sýna sínar bestu hliðar.
Hólmbert Aron er nýbúinn að losna við Covid og segist vera einbeittur að því að spila fótbolta og koma sér í form sem fyrst.
Sóknarmaðurinn hefur verið orðaður við VfL Osnabrück sem leikur í þýsku C-deildinni. Hann gæti leikið fyrir félagið að láni út tímabilið og ef hann heldur sér heilum er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér.
Athugasemdir