Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   mán 23. janúar 2023 12:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tæki sama skref og Haaland - „Líklega það sem heillar Salzburg"
Fagnaði markinu gegn Dortmund.
Fagnaði markinu gegn Dortmund.
Mynd: Getty Images
Stimplaði sig inn í A-landsliðið á síðasta ári.
Stimplaði sig inn í A-landsliðið á síðasta ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Raðaði inn mörkunum hjá RB Salzburg.
Raðaði inn mörkunum hjá RB Salzburg.
Mynd: Getty Images
Í síðustu viku var fjallað um risatilboð austurrísku meistaranna í Red Bull Salzburg í Hákon Arnar Haraldsson leikmann FC Kaupmannahafnar. Hákon er nítján ára sóknarsinnaður miðjumaður sem lék sína fyrstu A-landsleiki á síðasta tímabili.

Tilboðið er sagt hafa verið í nágrenni við 100 milljónir danskra króna þegar allt er tekið með í reikninginn.

Rætt var um Hákon og áhuga Salzburg á honum í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag.

Hægt er að hlusta á umræðuna í spilaranum neðst

„Þetta er sturlað tilboð. Ég held að þetta væri fullkomið 'move'. Ef þetta er fyrsta tilboðið þá er því oftast neitað, því það er vitað að tilboð tvö kemur. Það er spurning hvort hann endi þar," sagði Adam Ægir Pálsson, nýr leikmaður Vals, í þættinum. „Það er verið að kaupa leikmenn í úrvalsdeildinni á þennan pening."

„Við sjáum leiðina sem Erling Haaland fór, hann fór í gegnum þennan klúbb og það eru alvöru menn sem eru að velja leiðina hans," sagði Elvar Geir.

„Hann myndi líka aldrei vera keyptur á svona ógeðslega mikið nema þeir sæu hann sem svipað verkefni. Hann er ekki með neinar ruglaðar tölur (mörk og stoðsendingar) hjá FCK. Hann er greinilega vel 'scoutaður' og búið að setja upp gott plan fyrir hann," bætti Adam við.

„Á móti Dortmund sá maður hvernig hann snertir boltann, hann snertir boltann alltaf frá manninum, er alltaf meðvitaður hvar maðurinn er, fyrsta snerting er alltaf fram á við, hann tapar eiginlega aldrei boltanum."

„Á móti Dortmund og City var FCK í basli en Hákon missti aldrei boltann og vann aukaspyrnur. Svo er hann líka að hlaupa fáránlega mikið, og mun skora fleiri mörk. Þessar litlu snertingar, þetta er svo fáránlega erfitt á þessu háa getustigi. Það er líklega það sem heillar Salzburg,"
sagði Adam að lokum.

Haaland, sem er fæddur árið 2000, fór frá Molde til Salzburg árið 2019, í janúar 2020 fór hann til Dortmund og síðasta sumar fór hann til Manchester City þar sem hann raðar inn mörkunum. Hákon fór til FCK frá uppeldisfélagi sínu ÍA árið 2019.

Salzburg er yfirburðarlið í Austurríki, hefur orðið meistari níu sinnum í röð.
Útvarpsþátturinn - Adam Páls, íslensk tíðindi og Arsenal fær rödd
Athugasemdir
banner
banner
banner