Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 23. febrúar 2023 09:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úr 4. deild í þá Bestu - „Tók eftir því fyrst þegar hann kom á æfingar"
Benedikt Daríus Garðarsson.
Benedikt Daríus Garðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fagnar marki með Fylki.
Fagnar marki með Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benedikt Daríus Garðarsson er leikmaður sem verður svo sannarlega fróðlegt að fylgjast með í sumar. Hann mun þá leika með Fylki í Bestu deildinni í sumar.

Benedikt, sem er 23 ára gamall kantmaður, spilaði með bæði Fylki og Fjölni í yngri flokkunum. Hann hóf meistaraflokksferil sinn í 4. deild með Elliða en hann er sannkallaður Ástríðu-leikmaður. Það var nefnilega mikið talað um hann í hlaðvarpsþættinum Ástríðunni á sínum tíma er hann lék með Elliða í 3. deild.

Hann var sagður besti leikmaður liðsins og hann sýndi það sumarið 2021 er hann skoraði 17 mörk í 22 leikjum í 3. deildinni. Hann var valinn leikmaður ársins í 3. deild af Ástríðunni það sumarið. Það tímabil varð til þess að hann fékk tækifæri til að æfa með Fylki fyrir tímabilið 2022.

„Hann er gríðarlega sterkur sóknarmaður, er öskufljótur og áræðinn. Hann er líka með frábæran skotfót og maður tók eftir því fyrst þegar hann kom inn á æfingar hjá okkur," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag.

Hann var stórkostlegur með Fylki í Lengjudeildinni í fyrra, og skoraði þá 14 mörk í 22 leikjum í Lengjudeildinni eftir að hafa tekið skrefið upp úr 3. deild.

„Ungir strákar verða líka að átta sig á því að þeir verða að spila vörn ef þeir ætla að spila fyrir mig. Það er lykilatriði hjá okkur að við séum með agaðan varnarleik. Það er númer eitt, tvö og þrjú ef við ætlum að gera það í þessari deild. Ef menn geta ekki spilað vörn, þá geta þeir ekki spilað leikinn. Hann er búinn að bæta sig helling," sagði Rúnar jafnframt um Benedikt Daríus.

Það er ekki langt síðan Benedikt lék í 4. deild, en í ár reynir þessi hæfileikaríki leikmaður við Bestu deildina og verður gaman að sjá hvernig honum tekst upp þar.

Sjá einnig:
Lengjubikarinn: Benedikt gerði þrennu í stórsigri Fylkis - KA lagði Fjölni
Útvarpsþátturinn - Rúnar Páll, Kórdrengir kveðja og ársþingið
Athugasemdir
banner
banner
banner