Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 23. febrúar 2024 21:51
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Leverkusen með ellefu stiga forystu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Bayer Leverkusen 2 - 1 Mainz
1-0 Granit Xhaka ('3 )
1-1 Dominik Kohr ('7 )
2-1 Robert Andrich ('68 )
Rautt spjald: Jessic Ngankam, Mainz ('80)

Bayer Leverkusen er komið með ellefu stiga forystu á toppi þýsku deildarinnar eftir ósannfærandi sigur á heimavelli gegn fallbaráttuliði Mainz. FC Bayern situr í öðru sæti með leik til góða.

Liðin áttust við í eina leik kvöldsins í þýska boltanum og tóku heimamenn forystuna snemma, þegar Granit Xhaka skoraði laglegt mark með góðu skoti eftir að boltinn datt fyrir framan hann við vítateigslínuna.

Gestirnir voru þó snöggir að svara fyrir sig, þar sem Dominik Kohr jafnaði metin með skalla eftir aukaspyrnu á 7. mínútu.

Staðan hélst jöfn í fjörugum fyrri hálfleik, þrátt fyrir góð færi á báða bóga, en heimamenn fengu bæði fleiri og hættulegri færi.

Gestirnir frá Mainz voru þó sterkari aðilinn í síðari hálfleik, en Robert Andrich tókst á 68. mínútu til að taka óverðskuldaða forystu fyrir heimamenn í Leverkusen. Hann átti langskot beint á markið en Robin Zentner, markvörður Mainz, gerði herfileg mistök og missti boltann yfir marklínuna.

Mainz reyndi að sækja jöfnunarmark en tókst ekki. Það hjálpaði ekki þegar Jessic Ngankam fékk beint rautt spjald á 80. mínútu og urðu lokatölur 2-1 fyrir Leverkusen gegn tíu leikmönnum Mainz.

Mainz er áfram í næstneðsta sæti deildarinnar, sjö stigum frá öruggu sæti.
Athugasemdir
banner