mán 23. mars 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Hjálmar Örn velur draumalið Tottenham
Harry Kane og Heung-min Son eru í liðinu.
Harry Kane og Heung-min Son eru í liðinu.
Mynd: Getty Images
Hjálmar Örn er harður stuðningsmaður Tottenham.
Hjálmar Örn er harður stuðningsmaður Tottenham.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gareth Bale er í liðinu.
Gareth Bale er í liðinu.
Mynd: Getty Images
Gazza er á miðjunni.
Gazza er á miðjunni.
Mynd: Getty Images
Þar sem enginn fótbolti er í gangi á Englandi þessa dagana þá er tilvalið að líta aðeins um öxl. Fótbolti.net fékk Hjálmar Örn Jóhannsson stuðningsmann Tottenahm, til að velja úrvalslið leikmanna sem hafa spilað með liðinu í gegnum tíðina.

Sjá einnig:
Kristján Atli velur druamalið Liverpool
Kristján Óli velur druamalið Liverpool
Siggi Helga velur draumalið Manchester City
Jóhann Már velur draumalið Chelsea

„Ég ákvað að spila mitt uppáhaldskerfi í fótbolta og finna frekar leikmenn sem henta í það en að breyta kerfinu eftir leikmönnum sem ég vel," sagði Hjálmar en hann stillti upp í 4-4-2. Draumalið Hjálmars
Í markinu er mín fyrsta minning um markvörð í Tottenham en það er meistari Pat Jennings, mikill heiðursmaður sem vann fullt af bikurum með Spurs. Hitti hann ekki fyrir löngu á Tottenham Stadium og hann bara af sér mikinn þokka og leit virkilega vel út.

Í hægri bakverðinum er Kyle Walker, svakalegur íþróttamaður sem var magnaður fyrir okkur árin sem við vorum bestir en unnum ekkert.

Vinstri bak er Vertonghen en þegar hann var uppá sitt besta þá voru fáir jafn aggressiver og hann, gríðarlega þéttur karakter.

Gary Mabbutt verður að vera minn fyrsti kostur í miðverðinum, þvílíkt sem ég elskaði þessar bollukinnar og þessir vel þéttu læri sem gáfu allt í alla leiki. Aldrei grátið jafn mikið og þegar við töpuðum FA Cup gegn Coventry 1987 í miðju afmæli systur minnar (situr enn í mér). Hann kom okkur í 2-1 og ég var orðinn vel cocky þarna en fór sem fór.

Hinn miðvörðurinn er Ledley King, maðurinn sem hefði getað étið heiminn ef hann hefði verið heill, allir Spursarar elska Ledley en léleg hné fóru því miður með ferilinn hans alltof snemma.

Hægri kantur er Son, hraði, tækni, skot allt 100% hjá honum. 51 mark í 151 leik með Tottenham er magnað.

Vinsri kantur er Gareth Bale, held þetta komin engum á óvart, Hann nánast vann leiki uppá sitt eindæmi seasonið áður en hann fór til Real Madrid, sakna hans svo mikið að ég vakna enn uppá nóttunni og kalla nafnið hans.

Fyrsti miðjumaður á blaði er minn allra uppáhalds Paul Gascoigne, elskaði engann meira en þennan mann, karakter, tækni og magnaður skotstíll. Hann hafði allt og markið hans gegn Arsenal í undanúrslitum Fa Cup er eitt það stórbrotnasta í sögu bikarsins að mínu mati.

Sá sem fær það hlutskipti að tækla á miðjunni er Moussa Dembélé, Eiður Smári sagði einu sinni að þetta væri sá besti sem hann hefði spilað með, það eru stór orð frá manni sem spilaði með mörgum mjög góðum.

Frammi er Harry Kane að sjálfsögðu, mesti markaskorari sem Tottenham mun eiga, sé hann ekki fara nokkurn tímann og það kæmi mér ekki á óvart að Spurs myndi henda í eina grjótaharða styttu eftir nokkur ár fyrir utan leikvanginn.

Ég get ekki sleppt mínum manni í Tottenham, þeim sem ég held mest uppá þessa dagana en það er D.Alli, hann hefur ótrúlegt auga fyrir sendingum er með magnaða tækni og getur skorað allt sem þú vilt hafa second striker með.
Athugasemdir
banner
banner