Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 23. mars 2023 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðrún Elísabet ekki spilað í vetur - Fór í aðra aðgerð
Í leik með Aftureldingu síðasta sumar.
Í leik með Aftureldingu síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í Heimavellinum í síðustu viku var sagt frá því að sóknarmaðurinn Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir væri að glíma við meiðsli, en hún hefur ekkert komið við sögu hjá Val í vetur.

Guðrún Elísabet skipti yfir til Íslands- og bikarmeistara Vals frá Aftureldingu eftir síðustu leiktíð.

Hún var mjög óheppin með meiðsli á síðustu leiktíð þar sem ökklameiðsli voru að hrjá hana. Hún náði aðeins að koma við sögu í átta leikjum í Bestu deildinni, en í þeim skoraði hún tvö mörk. Sumarið 2021 gerði hún 23 mörk í 17 leikjum í Lengjudeildinni.

„Þetta hafa verið leiðinleg og erfið meiðsli, en vonandi er þetta búið núna. Ég get vonandi byrjað að æfa á fullu í janúar. Það kom eiginlega ekki í ljós fyrr en í lok ágúst að það þyrfti að skera og laga," sagði Guðrún í samtali við Fótbolta.net í nóvember síðastliðnum eftir að hún skipti yfir í Val en stuttu fyrir viðtalið hafði hún farið í aðgerð vegna galla í ökkla.

Þessi meiðsli hrjáðu hana þó áfram í vetur og staðfestir hún í samtali við Fótbolta.net að hún hafi þurft að fara í aðra aðgerð fyrir um þremur vikum síðan. Það mun taka hana um átta vikur að jafna sig eftir þá aðgerð en það er vonast til þess að hún geti byrjað að æfa á fullu seint í apríl. Hún missir því líklega af byrjun Íslandsmótsins.

Besta deild kvenna byrjar 25. apríl með rosalegum opnunarleik Vals og Breiðabliks.
Heimavöllurinn: Ótímabær spá fyrir Bestu deildina 2023
Athugasemdir
banner
banner