Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 23. mars 2023 14:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stellini og Mason stýrðu æfingu Tottenham
Conte
Conte
Mynd: Getty Images
Framtíð Antonio Conte er áfram í mikilli óvissu. Hann sá ekki um æfingu Tottenham í dag og er samkvæmt heimildum Sky Sports á Ítalíu.

Aðstoðarmaður hans Cristian Stellini stýrði æfingu ásamt Ryan Mason. Stellini stýrði liðinu í síðasta mánuði þegar Conte var að jafna sig eftir aðgerð.

Áfram er talið líklegt að Conte verði látinn fara frá félaginu og Ryan Mason taki við liðinu út tímabilið. Síðustu daga hafa líkurnar á því að Mauricio Pochettino taki við starfinu hafa aukist og þá er Thomas Tuchel orðinn líklegri en Oliver Glasner.

Conte lét leikmenn sína heyra það - svo vægt sé til orða tekið - eftir 3-3 jafntefli liðsins gegn Southampton á laugardag. Spurs náði 3-1 forystu í leiknum en missti það niður í jafntefli. Conte var brjálaður í leikslok og lét gamminn geysa á fréttamannafundi.

Hann sagði að hjá Tottenham væru menn vanir því að klúðra málunum og spila ekki um neitt mikilvægt. Hann gagnrýndi metnaðinn hjá félaginu og gaf í skyn að það hefði skapast hefði fyrir vonbrigðum hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner