Sænski þjálfarinn Sven-Göran Eriksson upplifði æskudrauminn í dag er hann stýri goðsagnaliði Liverpool í 4-2 sigri á Ajax fyrir framan þéttsetin Anfield, en allur ágóði leiksins rennur óskiptur í góðgerðamál.
Snemma á þessu ári greindi Sven-Göran frá því að hann væri að glíma við ólæknandi krabbamein en hann sagði þar að hann ætti í mesta lagi ár eftir ólifað.
Þá sagði hann frá því að hann og faðir hans væru gallharðir stuðningsmenn Liverpool og hafa verið frá blautu barnsbeini. Draumur hans var alltaf að stýra Liverpool og ákvað enska félagið að uppfylla hinstu óska hans.
Svíinn var fenginn til að stýra goðsagnaliði Liverpool gegn Ajax í dag og gekk það eins og í sögu. Liverpool var með sterkt lið en þar voru leikmenn á borð við Steven Gerrard, Fernando Torres, Ryan Babel, Fabio Aurelio, Jerzy Dudek, Daniel Agger, Martin Skrtel og Djibril Cisse.
Liverpool lenti tveimur mörkum undir en kom til baka í þeim síðari og vann 4-2.
Gregory Vignal minnkaði muninn áður en Cisse jafnaði með góðum skalla. Nabil El Zhar kom Liverpool yfir með laglegu marki áður en Torres, sem var að spila í Liverpool treyjunni í fyrsta sinn í þrettán ár, skoraði með skoti af stuttu færi og fagnaði síðan fyrir framan Kop-stúkuna.
A special Anfield ovation for Sven-Göran Eriksson ?? pic.twitter.com/632Y9uiJQY
— Liverpool FC (@LFC) March 23, 2024
What a reception for Fernando Torres. Thank you for all the memories in my childhood. ?? pic.twitter.com/mhouTkKZg5
— Samuel (@SamueILFC) March 23, 2024
Athugasemdir