Isak, De Bruyne, Kane, Sancho, Dibling, Semenyo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. mars 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Chris Wood fékk gult spjald fyrir að gefa eiginhandaráritanir
33 ára Wood hefur skorað 44 mörk í 81 landsleik.
33 ára Wood hefur skorað 44 mörk í 81 landsleik.
Mynd: EPA
Chris Wood framherji Nottingham Forest var í banastuði með nýsjálenska landsliðinu á föstudaginn.

Nýja-Sjáland rúllaði yfir Fídjí í undankeppni Eyjaálfu fyrir HM 2026 þar sem lokatölur urðu 7-0. Wood skoraði þrennu í leiknum og fagnaði dátt eftir að hafa gert þriðja markið.

Wood var skipt af velli eftir að hann fullkomnaði þrennuna en í stað þess að setjast á varamannabekkinn fór hann upp í stúku að spjalla við áhorfendur og veita eiginhandaráritanir, meðan leikurinn var enn í gangi.

Dómarinn var ekki sáttur með þessa hegðun sem truflaði einbeitingu áhorfenda frá leiknum og ákvað að stöðva framherjann með því að gefa honum gult spjald.

Nýja-Sjáland er núna aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti á HM 2026 í Norður-Ameríku.
Athugasemdir
banner
banner