Það eru þrír keppnisleikir á dagskrá í íslenska fótboltaheiminum í dag þar sem mikilvægur landsleikur A-landsliðs karla gegn Kósovó fer fram í Murcia á Spáni.
Strákarnir okkar þurfa sigur í Murcia eftir að hafa tapað fyrri leiknum í Kósovó á fimmtudaginn, 2-1.
Liðin eigast við í umspilsleik um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Ef Íslandi mistekst að sigra í dag fellur landsliðið niður í C-deild.
Þá eru einnig tveir leikir á dagskrá í Lengjubikar kvenna, þar sem Haukar taka á móti ÍBV í B-deild á sama tíma og Álftanes fær ÍH í heimsókn í C-deild.
Landslið karla - Þjóðadeild
17:00 Ísland-Kosóvó (Stadium Enrique Roca)
Lengjubikar kvenna - B-deild
14:00 Haukar-ÍBV (BIRTU völlurinn)
Lengjubikar kvenna - C-deild, riðill 1
14:00 Álftanes-ÍH (Miðgarður)
Landslið karla - Þjóðadeild
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|
Lengjubikar kvenna - B-deild
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|
Lengjubikar kvenna - C-deild, riðill 1
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|
Athugasemdir