Isak, De Bruyne, Kane, Sancho, Dibling, Semenyo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. mars 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Júlía Margrét og Alba í Völsung (Staðfest)
Júlía Margrét er lykilleikmaður í liði Völsungs.
Júlía Margrét er lykilleikmaður í liði Völsungs.
Mynd: Völsungur
Völsungur rétt missti af sæti í Lengjudeild kvenna í fyrra og eru Húsvíkingar að styrkja hópinn sinn til að gera atlögu að 2. deildartitlinum í ár.

Völsungur er búinn að krækja í Júlíu Margréti Sveinsdóttur sem er 19 ára gömul og var í lykilhlutverki á láni hjá Völsungi í fyrra.

Júlía Margrét kemur úr röðum Þórs/KA en hún var kosin besti leikmaður Völsungs af liðsfélögum sínum á lokahófinu í fyrra.

Júlía leikur sem varnarmaður og hefur komið við sögu í tveimur leikjum í Bestu deild kvenna með Þór/KA.

Þá er félagið einnig búið að krækja í varnarsinnaðan miðjumann frá Spáni sem kemur beint úr bandaríska háskólaboltanum. Sú heitir Alba Closa Tarres og er 23 ára gömul.

Alba kemur úr röðum West Virginia State þar sem hún var í lykilhlutverki á nýliðnu tímabili. Samkvæmt meðmælum er hún er mikill leiðtogi á vellinum, hörð af sér varnarlega, róleg á boltanum og með frábæra ákvarðanatöku.
Athugasemdir
banner
banner
banner