Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   þri 23. apríl 2024 08:30
Hafliði Breiðfjörð
Ásta Eir verður miðvörður hjá Breiðabliki
Ásta Eir Árnadóttir.
Ásta Eir Árnadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ein af þeim áherslubreytingum sem Nik Chamberlain gerði þegar hann tók við liði Breiðabliks var að gera Ástu Eir Árnadóttur fyrirliða liðsins að miðverði.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Keflavík

Ásta Eir hefur verið hægri bakvörður hjá Blikum undanfarin ár en spilaði allan leikinn gegn Keflavík í 1. umferð Bestu-deildarinnar í gær sem miðvörður.

„Mér finnst það passa henni vel og líka leikkerfinu okkar," sagði Nik við Fótbolta.net í gærkvöldi.

„Ég vil ekki tala Ástu niður en það myndi taka á fyrir hana að bruna upp og niður kantinn þegar við erum með demantamiðjuna."

„Það fyrsta sem ég sagði henni þegar ég kom hingað var að ég sæti hana fyrir mér sem miðvörð og að ég gæti þjálfað hana í því. Mér fannst hún byrja vel í dag og svo verður hún bara betri með hverjum leiknum. Það var alltaf planið að Ásta yrði miðvörður og finna út úr hver yrði með henni, Elín (Helena Karlsdóttir) gerði það í dag og stóð sig mjög vel,"
sagði hann að lokum.
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner