Daníel Leó Grétarsson er algjör lykilmaður í liði danska úrvalsdeildarliðsins SönderjyskE en munurinn á stigasöfnun liðsins með og án hans í liðinu er gríðarlegur.
Grindvíkingurinn verður þrítugur í október og er að klára sitt annað tímabil í Danmörku. Á sínu fyrsta tímabili hjálpaði hann liðinu að vinna B-deildina og á þessu tímabili er auðvelt að sjá hversu mikilvægur hann er liðinu.
Grindvíkingurinn verður þrítugur í október og er að klára sitt annað tímabil í Danmörku. Á sínu fyrsta tímabili hjálpaði hann liðinu að vinna B-deildina og á þessu tímabili er auðvelt að sjá hversu mikilvægur hann er liðinu.
SönderjyskE hefur unnið sjö leiki á tímabilinu og Daníel hefur leikið alla þá leiki. Í þeim átta leikjum sem hann hefur misst af hefur liðið einungis sótt tvö stig.
SönderjyskE er núna í 9. sæti deildarinnar og er svo gott sem búið að tryggja sér áframhaldandi veru í deildinni þegar fimm umferðir eru eftir. Liðið hefur unnið fjóra af fimm síðustu leikjum sínum.
Með Daníel í liðinu hefur SönderjyskE fengið 1,42 stig í leik en án hans hefur liðið einungis fengið 0,25 stig í leik.
Daniel Gretarsson er Sønderjyskes vigtigste spiller. Han har været med i 19 kampe og i dem har Sønderjyske fået 27 point (1,42 point pr. kamp), mens de i de otte kampe, hvor islændingen ikke har været med, har hentet to point (0,25 point pr. kamp).
— Jonas Schwartz (@JonasSchwartz75) April 20, 2025
Athugasemdir