Osimhen efstur á blaði hjá Man Utd - Aukin samkeppni um Cunha - Tottenham gæti reynt við Rashford
   mið 23. apríl 2025 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gríðarlegur munur á gengi liðsins með og án Daníels Leós
Íslenska landsliðið saknaði líka Daníels í mars en þá var hann frá vegna axlarmeiðsla.
Íslenska landsliðið saknaði líka Daníels í mars en þá var hann frá vegna axlarmeiðsla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á að baki 22 landsleiki.
Á að baki 22 landsleiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Leó Grétarsson er algjör lykilmaður í liði danska úrvalsdeildarliðsins SönderjyskE en munurinn á stigasöfnun liðsins með og án hans í liðinu er gríðarlegur.

Grindvíkingurinn verður þrítugur í október og er að klára sitt annað tímabil í Danmörku. Á sínu fyrsta tímabili hjálpaði hann liðinu að vinna B-deildina og á þessu tímabili er auðvelt að sjá hversu mikilvægur hann er liðinu.

SönderjyskE hefur unnið sjö leiki á tímabilinu og Daníel hefur leikið alla þá leiki. Í þeim átta leikjum sem hann hefur misst af hefur liðið einungis sótt tvö stig.

SönderjyskE er núna í 9. sæti deildarinnar og er svo gott sem búið að tryggja sér áframhaldandi veru í deildinni þegar fimm umferðir eru eftir. Liðið hefur unnið fjóra af fimm síðustu leikjum sínum.

Með Daníel í liðinu hefur SönderjyskE fengið 1,42 stig í leik en án hans hefur liðið einungis fengið 0,25 stig í leik.

Athugasemdir
banner