Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 23. maí 2023 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sex VAR dómarar reknir á Spáni
Mynd: Getty Images

Vinicius Junior leikmaður Real Madrid hefur ítrekað orðið fyrir rasisma á þessu tímabili en hann ásamt fleirum hafa harðlega gagnrýnt spænska sambandið fyrir aðgerðarleysi í þeim málum.


Hann átti erfitt uppdráttar á dögunum þegar hann var rekinn af velli í fyrsta sinn á ferlinum en hann fékk spjaldið fyrir að slá til leikmanns Valencia sem hafði tekið Vinicius hálstaki.

Áður en að þessu atviki kom hafði Vinicius kvartað yfir rasisma frá stuðningsmönnum Valencia.

Spænskir fjölmiðlar greina frá því að sex VAR dómarar hafa verið reknir m.a. Iglesias Villanueva sem sýndi dómaranum í leik Real og Valencia ekki myndir af hálstakinu á Vinicius, aðeins þegar hann sló til leikmanns Valencia.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner