Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. maí 2023 15:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Á því að það megi sparka af meiri krafti í Olgu en aðra leikmenn
Olga Sevcova.
Olga Sevcova.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyjafólk er ekki sátt eftir 2-0 tap gegn Íslands- og bikarmeisturum Vals í Bestu deild kvenna í gærkvöldi.

Ástæðan fyrir því er sú að í stöðunni 1-0 þá vildi ÍBV fá vítaspyrnu þegar Olga Sevcova, leikmaður liðsins, féll innan teigs.

Bríet Bragadóttir, dómari leiksins, dæmdi hins vegar ekkert. Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnuráðs ÍBV, birtir myndband af atvikinu á Twitter og er afar ósáttur. Hann heldur því fram að það megi sparka í Olgu af meiri krafti en aðra leikmenn, þannig hafi það af einhverri ástæðu verið frá því hún kom til Íslands.

„Olga Sevcova er leikmaður ÍBV. Hún er frá Lettlandi. Allar götur síðan hún kom til Íslands hefur mátt sparka í hana af meiri krafti en aðra leikmenn. Í gær sleppir dómari af ásetningi vítaspyrnu þar sem Olga er spörkuð niður. Þetta er ekki tilviljun en algjörlega óþolandi," skrifar Daníel.

Kári Snorrason skrifaði um leikinn fyrir Fótbolta.net en í skýrslu sinni sagði hann Bríeti hafa klikkað í þessu atviki. „Bríet gerði risastór mistök þegar hún benti ekki á punktinn þegar Olga Sevcova féll við í teig Vals í stöðunni 1-0," skrifar Kári.

Samkvæmt WyScout er Olga sá leikmaður í sumar sem mest er brotið á í Bestu deild kvenna, en brotið er að meðaltali á henni 3,52 sinnum í leik. Todor Hristov, þjálfari ÍBV, tjáði sig lítillega um atvikið eftir leikinn í gær.

„Ég ætla ekki alveg að fara þangað. Ég ætla bara að leyfa ykkur að skoða þetta ef þið viljið. Þið svarið þá bara sjálfir," sagði Todor.



Todor Hristov: Ætla að leyfa ykkur að skoða þetta ef þið viljið og svarið þá sjálf
Athugasemdir
banner
banner