Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 23. maí 2023 08:15
Elvar Geir Magnússon
Arsenal vill Rice og Gundogan - Neymar orðaður við Man Utd
Powerade
Bayern München er meðal félaga sem vill fá Declan Rice.
Bayern München er meðal félaga sem vill fá Declan Rice.
Mynd: EPA
Neymar og Vinicius eru báðir í slúðurpakka dagsins.
Neymar og Vinicius eru báðir í slúðurpakka dagsins.
Mynd: Getty Images
Marcel Sabitzer.
Marcel Sabitzer.
Mynd: Getty Images
Við óskum stuðningsmönnum Newcastle til hamingju með Meistaradeildarsætið! Rice, Gundogan, Neymar, Kim, Neves, Xhaka, Caicedo, Balogun, Vinicius Jr og fleiri í slúðurpakkanum í dag. Það er gul viðvörun og við skoðum gulu pressuna.

Bayern München telur að Declan Rice (24) hjá West Ham sé hinn fullkomni varnartengiliður fyrir lið sitt. Félagið er meðvitað um að Arsenal er einnig að reyna að fá hann. (Sky Sport Þýskalandi)

Arsenal vill fá Ilkay Gundogan (32), fyrirliða Manchester City. Samningur þýska miðjumannsins rennur út í sumar. (Guardian)

Manchester United er í viðræðum um möguleg kaup á brasilíska sóknarmanninum Neymar (31) hjá Paris St-Germain. (L'Equipe)

Manchester United hyggst keppa um að fá Suður-kóreska varnarmanninn Kim Min-jae (26) frá Napoli. PSG vill líka fá hann. (Sun)

Barcelona vill fá portúgalska miðjumanninn Ruben Neves (26) frá Wolves í sumar. Skiptin velta á því hvort Ansu Fati (20) yfirgefi Barcelona í sumar. (Athletic)

Ef Arsenal kaupir ekki Rice hefur félagið sett spænska miðjumanninn Martin Zubimendi (24) hjá Real Sociedad og ekvadorska miðjumanninn Moises Caicedo (21) hjá Brighton á blað sem varakosti. (Mail)

Granit Xhaka (30) segir að framtíð sín hjá Arsenal verði ákveðin fyrir lokaumferð tímabilsins. Arsenal er í viðræðum við Bayer Leverkusen sem vill kaupa svissneska miðjumanninn á 13 milljónir punda. (Standard)

Folarin Balogun (21), bandarískur sóknarmaður Arsenal, er efstur á óskalista AC Milan. Hann hefur spilað vel á lánssamningi hjá Reims í Frakklandi á þessu tímabili. RB Leipzig hefur einnig áhuga. (Calciomercato)

Brasilíski framherjinn Vinicius Jr. (22) hefur ekki í hyggju að yfirgefa Real Madrid þrátt fyrir að hafa orðið fyrir kynþáttafordómum í spænska boltanum. (90min)

Liverpool er meðal margra félaga sem hafa áhuga á enska varnarmanninum Marc Guehi (22) hjá Crystal Palace. (Mail)

Liverpool er nálægt því að ná samkomulagi við argentínska miðjumanninn Alexis Mac Allister (24) hjá Brighton. (Fabrizio Romano)

Manchester City hefur einnig áhuga á heimsmeistaranum Mac Allister. (Mirror)

Manchester United er tilbúið að láta franska framherjann Anthony Martial (27) fara. (Sun)

Bayern München hefur tjáð Manchester United að félagið þurfi að borga 22 milljónir punda til að kaupa austurríska miðjumanninn Marcel Sabitzer (29) alfarið í sumar. (Sky Sport Þýskalandi)

Nottingham Forest vill halda markverðinum Keylor Navas (36) og brasilíska varnarmanninum Renan Lodi (24) sem eru á láni frá Paris St-Germain og Atletico Madrid. (90min)

Nottingham Forest hefur áhuga á ítalska markverðinum Michele di Gregorio (25) hjá Monza. (Calciomercato)

Tottenham þyrfti að borga Feyenoord yfir 6 milljónir punda í bætur ef félagið ræður Arne Slot sem nýjan stjóra og tekur aðstoðarmenn hans með. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner