Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 23. maí 2023 11:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bjarki Steinn og félagar með ótrúlega endurkomu í umspilinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Steinn Bjarkason, leikmaður Venezia sem er á láni hjá Foggia út tímabilið, komst áfram í næstu umferð umspilsins í ítölsku C-deildinni í gær.

Foggia vann seinni leikinn gegn Audace Cerignola í gær 3-0 eftir að hafa tapað fyrri leiknum 4-1 á útivelli. Reglurnar í umspilinu eru þannig að ef einvígi enda jöfn þá fer liðið sem endaði ofar í deildinni áfram í næstu umferð. Foggia endaði stigi fyrir ofan Cerignola í deildinni í vetur og er á leið í 8-liða úrslitin þar sem Crotone verður andstæðingurinn.

Sigurinn í gær var mjög dramatískur. Staðan í leiknum var markalaus eftir 78 mínútur en þá kom fyrsta mark heimamanna, annað markið kom á fjórðu mínútu uppbótartíma og þriðja markið svo á sjöundu mínútu uppbótartíma. Bjarki lék allan leikinn í gær.

Bjarki lék einnig fyrri leikinn og skoraði þá eina mark Foggia. Það mark kom á 49. mínútu og minnkaði þá muninn í 2-1.

Fyrri leikur Foggia gegn Crotone fer fram 27. maí og seinni leikurinn fer fram 31. maí.

Bjarki þekkir vel til í umspilinu á Ítalíu því hann fór upp úr B-deildinni með Venezia vorið 2021. Bjarki er 23 ára gamall og lék samkvæmt Flashscore í hægri vængbakverði í leikjunum tveimur. Hann á að baki tvo A-landsleiki.


Athugasemdir
banner