Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. maí 2023 13:19
Elvar Geir Magnússon
Guardiola heldur ekki vatni yfir Brighton - „Eins og Michelin veitingastaður“
Pep Guardiola hrósar Roberto de Zerbi upp til skýjanna.
Pep Guardiola hrósar Roberto de Zerbi upp til skýjanna.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Manchester City innsiglaði Englandsmeistaratitilinn um síðustu helgi en á þó tvo leiki eftir í deildinni. Liðið heimsækir hið þrælskemmtilega lið Brighton á morgun en Brighton er búið að tryggja sér Evrópusæti.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, óskar Brighton til hamingju með árangurinn.

„Ég óska Brighton til hamingju með þetta ótrúlega afrek að komast í Evrópudeildina. Takið eftir því sem ég segi því ég er nokkuð sannfærður um að hafa rétt fyrir mér: Roberto de Zerbi stjóri Brighton er einn áhrifamesti stjórinn á síðustu tveimur áratugum," sagði Guardiola á fréttamannafundi í dag.

„Það er ekkert lið sem spilar eins og þeir gera, þetta er einstakt lið. Ég var með þá tilfinningu þegar hann kom inn í ensku úrvalsdeildina að hann myndi hafa mikil áhrif en ég gat ekki búist við því að hann gerði það á svona skömmum tíma."

„Hann skapar 20-25 tækifæri að meðaltali í leik. Liðið er oftast miklu betri en andstæðingarnar, það einokar boltann á hátt sem ég hef ekki séð lengi."

„Allir taka þátt, markvörðurinn er eins og djúpur miðjumaður. Ef lið eiga ekki góðan leik gegn þeim eru þau í vondum málum. Brighton á allt hrós skilið. Þetta er eitt af þeim liðum sem ég reyni að læra af. Liðið er einstakt, það er eins og veitingastaður með Michelin stjörnu. Besti kokkurinn í mörg ár hefur gjörbreytt matseðlinum og mér finnst Brighton einstakt lið."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner