Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. maí 2023 13:00
Innkastið
„KA hefur ekki tekið minna en tvö skref til baka“
KA tapaði gegn Breiðabliki í liðinni umferð.
KA tapaði gegn Breiðabliki í liðinni umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA setti stefnuna á að taka þátt í titilbaráttunni í Bestu deildinni en byrjun liðsins hefur verið vonbrigði. KA hefur tapað fyrir Víkingi, Val og Breiðablik og eru langt frá toppnum.

Sóknarleikurinn hefur verið stórt vandamál, liðið hefur skorað 10 mörk en þar af komu 3 gegn ÍBV og 4 gegn FH.

„Ég hélt að það væri ekki hægt að vera þéttari með þetta KA-lið en Arnar Grétarsson var. Þá var Nökkvi (Þeyr Þórisson) sem sá um þetta að miklu leyti. Auðvitað vissum við að það væri enginn Nökkvi núna og þeir þurfa að búa til mörkin annars staðar. Það vantar sárlega einhvern framherja sem getur potað boltanum inn reglulega," segir Tómas Þór Þórðarson í Innkastinu.

„Í heimaleiknum gegn Val á dögunum þorðu þeir varla að taka þátt í leiknum, hvenær höfum við sagt um þetta KA-lið upp á síðkastið? KA hefur verið ótrúlega vaxandi síðustu ár og náði í silfrið á síðasta tímabili með frábærri frammistöðu. Þeir hafa ekki tekið minna en tvö skref til baka og þeir hafa ollið gríðarlegum vonbrigðum hingað til á tímabilinu. Þeir eru þrettán stigum frá toppsætinu."

„Hallgrímur Jónasson þarf að finna einhverja leið til að skora, hvernig sem þeir fara að því. Af liðunum í efri helmingnum eru þeir búnir að skora langfæst mörk. Það er búið að taka öll mörkin úr KA-liðinu. Markatalan er 10-11 eftir átta leiki," segir Tómas.

Í þættinum er einnig rætt um að nýir sóknarþenkjandi leikmenn liðsins hafi ekki staðið undir væntingum, hvort Ásgeir Sigurgeirsson sé betri í því hlutverki að koma af bekknum og því spáð að Kristijan Jajalo verði í markinu í næsta leik.
Innkastið - Yfirlýsingagleði og vonbrigði norðan heiða
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner