Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   þri 23. maí 2023 08:30
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeildin var bara draumur en er nú veruleiki
„Væntingar okkar fyrir tímabilið voru ekki að enda í topp fjórum," segir Eddie Howe, stjóri Newcastle. Í gær var hinsvegar staðfest að Newcastle endar í topp fjórum og verður með í sjálfri Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.

Þegar Howe tók við stjórnartaumunum hjá Newcastle í nóvember 2021 var liðið í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur nú komið liðinu í Meistaradeildina en þetta er í fyrsta sinn í 20 ár sem liðið er með þar.

„Þú vonar alltaf, þú ert alltaf með trú og þú átt þér drauma. En við töldum okkur ekki vera tilbúna í að berjast um Meistaradeildarsæti. Eftir fallbaráttuna á síðasta tímabili var markmiðið að liðið yrði betra, halda okkur frá fallbaráttunni."

Hvað gerir Newcastle á leikmannamarkaðnum í sumar?

„Við erum með nokkur nöfn á blaði, menn sem við ætlum að skoða. Við höfum styrkt liðið skynsamlega í síðustu gluggum og verðum að halda því áfram. Þetta verður snúnasti glugginn til þessa," segir Howe.

Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports, telur að Newcastle sé komið tveimur til þremur árum á undan áætlun sinni.

„Félagið hefur keypt leikmenn en þegar pappírinn er skoðaður er þetta ekki lið sem á að vera í topp fjórum. Eddie Howe hefur unnið eitt besta starfið í deildinni," segir Carragher.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner
banner