Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 23. maí 2023 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikael í þriðja sinn í liði umferðarinnar - „Var alveg stórkostlegt"
Mikael Neville Anderson.
Mikael Neville Anderson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson hefur átt býsna gott tímabil með AGF í Danmörku.

Mikael er í liði umferðarinnar hjá Tipsbladet eftir 4-3 tap AGF gegn FC Kaupmannahöfn. Mikael skoraði í leiknum og var öflugur inn á miðsvæðinu hjá sínum mönnum.

„Þetta byrjaði illa og endaði illa, en allt sem Mikael Anderson gerði þar á milli var alveg stórkostlegt. FCK vörnin náði engan veginn að stöðva Íslendinginn sem var nálægt því að skora mark tímabilsins áður en hann komst á blað," segir í umsögninni.

Þetta er í þriðja sinn á tímabilinu þar sem Mikael er í liði umferðarinnar hjá Tipsbladet.

AGF hefur verið á góðu róli eftir áramót og er sem stendur í fjórða sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Landsliðshópur Íslands fyrir leiki í sumar verður tilkynntur 6. júní næstkomandi og verður athyglisvert að sjá hvort Mikael verði í fyrsta landsliðshópi Age Hareide.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner